Hinsegin dagar í Bíó Paradís
Hluti af dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík í ár eru kvikmyndasýningar í Bíó Paradís. Sýndar verða tvær frábærar heimildamyndir, annars vegar Intersexion sem sýnd verður þriðjudaginn 5. ágúst kl. 21:00 og hins vegar Stonewall Uprising, sem sýnd verður sunnudaginn 10. ágúst kl. 18:00. Ókeypis aðgangur er á báðar sýningarnar og allir velkomnir.