Bókaupplestur í Bíó Paradís
Þriðjudagskvöldin 10. og 17. desember kl 20:00 stendur Bíó Paradís fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins. Þá munu nokkrir frábærir rithöfundar stíga fram og kynna verk sín. Boðið verður upp á smákökur og konfekt auk þess sem heitt kaffi og kakó og ískaldur jólabjór verða á boðstólnum í veitingasölunni.