Svartir sunnudagar: Hard Boiled
Hard Boiled
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1992
- Lengd: 128 mín.
- Land: Kína
- Leikstjóri: John Woo
- Aðalhlutverk: Yun-Fat Chow, Tony Leung Chiu Wai
- Sýnd: 17. mars 2013
Magnaður Hong Kong ópus meistara John Woo frá 1992. Hard Boiled var síðasta mynd hans áður en hann fór til Hollywood. Almennt eru menn á því að ris hans hafi náð hæstu hæðum með þessari mynd.
Svartir sunnudagar í Bíó Paradís
Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.
[…] að nálgast stiklur úr myndunum, en nánari upplýsingar um Hitchcock hátíðina má finna hér á heimasíðu Bíó […]