Harrý & Heimir: Morð eru til alls fyrst
Þessi mynd er svo stór að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir. Saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði.
Þessi mynd er svo stór að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir. Saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði.
Bíó Paradís á Hverfisgötu sýnir alla leikina á Heimsmeistaramótinu í fótbolta, sem haldið verður í Brasilíu dagana 12. júní-13. júlí, í beinni útsendingu. Leikirnir verða allir sýndir í sal 1, sem tekur 205 manns í sæti og býður upp á bestu mögulegu hljóð- og myndgæði. // During the World Cup, Bíó Paradís will screen EVERY match of the World Cup in Brazil live, in top quality digital sound and vision on our large cinema screens.
Jon Henley blaðamaður The Guardian skrifar ítarlega grein um Evrópsku kvikmyndahátíðina sem nú rúntar um landið. Leiðin liggur um Ólafsvík, til Hólmavíkur og loks Súðavíkur. Lýst er upplifunum á hverjum stað og rætt við heimamenn sem og aðstandendur hátíðarinnar, sem og Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóra.
Sagan er sögð með sjónarhorni Grace, tvítugrar stúlku sem vinnur á fósturheimili fyrir unglinga. Hún er ástfangin af kærasta sínum Mason, sem einnig vinnur á heimilinu. Grace glímir sjálf við erfiða fortíð sem hún rifjar upp þegar unglingsstúlka með svipaða fortíð er færð inn á heimilið. Frumsýnd 30. maí 2014.
Frá og með morgundeginum, 28. maí verður hægt að kaupa armbönd í forsölu í Bíó Paradís. Forsöluprís eru nettar 3000 íslenskar! Það margborgar sig að fjárfesta í armbandi, eins og sjá má á dæminu hér fyrir neðan. Þannig fæst öll skemmtunin fyrir tæplega helming af uppsettu verði. Það höldum við nú!
Sunnudaginn 11. maí kl. 16:00 verður leikritið Unexplored Interior leiklesið í beinni útsendingu frá Gyðingasafninu í NY til Kigali í Rúanda og Bíó Paradísar samtímis. Tilefnið er að halda minningunni um þjóðarmorðin í Rúanda sem hófust fyrir 20 árum síðan á lofti. Að lokinni sýningu svara aðstandendur sýningarinnar spurningum úr sal. Kigali Kaffi verður á boðstólnum.
Þessi gríðarlega vinsæla heimildarmynd segir frá þeim Jackson frá Kenía, Carlito frá Argentínu, Zahira frá Marakkó og Samuel frá Indlandi sem eiga það eitt sameiginlegt að þurfa að ferðast hrikalega langar vegalengdir til þess eins að komast í skólann. Myndin vann hin virtu Cesar verðlaun árið 2014 sem besta heimildamyndin.