Verðlaunastuttmyndir um helgar
Stórskemmtilegur stuttmyndapakki með 12 teiknimyndum frá 8 löndum fyrir alla aldurshópa.
Stórskemmtilegur stuttmyndapakki með 12 teiknimyndum frá 8 löndum fyrir alla aldurshópa.
Antboy hlaut áhorfendaverðlaun á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2014, en hún heldur áfram í sýningum í Bíó Paradís ásamt myndinni Andri og Edda verða bestu vinir. Báðar myndirnar eru talsettar á íslensku.
Heimildakvikmynd sem sýnir fyrrum foringja dauðasveita í Indónesíu leika fjöldamorð í öllum þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, m.a. í klassískum Hollywood glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl.
Við sýnum þrjár úrvalsmyndir sem hlotið hafa tilnefningar til Óskarsverðlauna; Beasts of the Southern Wild (tilnefnd sem mynd ársins og fær einnig tilnefningar í flokki leikstjóra, leikkonu í aðalhlutverki og handrits), En kongelig affære (Kóngaglenna – tilnefnd sem besta erlenda mynd ársins) og Searching for Sugar Man (tilnefnd sem heimildamynd ársins).
Þema kvikmyndahátíðarinnar „Skemmd epli“ sem fram fer í Bíó Paradís dagana 24.-29. maí, er fólk í barátttu við bresti sína á einn eða annan hátt. Sýndar verða fjórar nýjar og nýlegar kvikmyndir sem vakið hafa mikla athygli á undanförnum misserum. Þrjár koma frá Norðurlöndunum en opnunarmyndin og sú allra nýjasta, kemur frá Bretlandi. Hátíðin er haldin í samvinnu við SÁÁ.