Wild Tales
Saga um blekkingar í ástum, drauga fortíðar, harmleik, ofbeldi í daglegu lífi. Atburðir sem einn af öðrum hverfa í hyldýpi þess að missa stjórnina. Myndin, sem framleidd er af Agustín og Pedro Almodóvar, er framlag Argentínu til Óskarsverðlaunanna en hún keppti um aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2014. Myndin vann áhorfendaverðlaun bæði á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian og í Sarajevó.