Ameríkaninn (The American)
Clooney hefur aldrei verið svalari!
Gordon Gekko snýr aftur.
Græna ljósið, sem sérhæfir sig í dreifingu á óháðum gæðakvikmyndum frá öllum heimshornum og Bíó Paradís, kvikmyndahús sem leggur áherslu á slíkar kvikmyndir, hafa innsiglað með sér samstarf um að myndir frá Græna ljósinu verði sýndar í bíóinu. Fyrsta myndin innan þessa samstarfs er Inní tómið (Enter the Void) eftir franska leikstjórann Gaspar Noé, en sýningar á henni hefjast þann 8. október.
Októberdagskrá Bíó Paradísar liggur nú fyrir og hægt að kynna sér hér. Alls eru hátt í þriðja tug kvikmynda af öllum stærðum og gerðum, leiknar myndir, heimildamyndir og stuttmyndir – íslenskar og erlendar – á dagskránni í október.