Rómantíska tímabilið í Berlín. Unga ljóðskáldið Heinrich óskar þess heitt að sigra dauðann með ást, en á erfitt með að sannfæra Marie frænku sína um að fremja sjálfsmorð sér til samlætis. Þegar hann hittir Henriette, sem er gift viðskiptafélaga hans, flytur hann óskir sínar um að hún fremji sjálfsmorð honum til samlætis og tekur hún illa í það í fyrstu. Þegar Marie kemst að því að hún er haldin ólæknandi sjúkdómi þá horfir málið ekki eins við. Amour Fou er rómantísk gamanmynd sem er byggð lauslega á sjálfsmorði ljóðskáldsins Henrich von Kleist árið 1811. Myndin var tilnefnd í flokknum Un Certain Regard á Cannes Film Festival 2014.