Blind
Ingrid er blind og býr með Morten manni sínum. Þegar hún er ein heima, þá situr hún í gluggasyllunni með tebolla og hlustar á útvarpið eða þau umhverfishljóð sem umlykja hana. Hún hræðist það að fara út úr íbúðinni og fer að gruna mann sinn um það að halda til í íbúðinni án þess að hún viti af, til þess eins að fylgjast með henni. Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 2014 þar sem Eskil Vogt vann til handritsverðlauna, en myndin var einnig sýnd á Berlinale, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún hlaut Europas Cinemas Label.