poster – russneskir dagar
booklet (2)
Í boði er kvikmyndafræðsla á föstudögum í nokkrar vikur á haustönn 2013 og vorönn 2014. Sýningarnar eru klukkan 14:15 í Bíó Paradís. Verkefnið er stutt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Reykjavíkurborg og Europa Cinemas.
Á kvikmyndasýningum rúmenskra menningardaga mun kenna ýmissa grasa, m.a. verður boðið upp á hnyttnar gamanmyndir, strórbrotnar dramamyndir, alþjóðlega frumsýningu og sérstaka heimsókn hins þekkta leikstjóra Stere Gulea, en á dagskrá verða þær myndir sem mesta athygli hafa vakið frá Rúmeníu undanfarin misseri. Sýningarnar fara fram 10. – 12. október næstkomandi í Bíó Paradís.
Í annað sinn stendur Bíó Paradís fyrir Evrópskri Kvikmyndahátíð í samvinnu við upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi og eins og í fyrra verður þjóðinni boðið í bíóferð til Evrópu við setningu hátíðarinnar. Það eru því þrjár opnunarmyndir sýndar samtímis í Bíó Paradís og aðgangur er öllum frjáls og ókeypis þann 19. september kl 19:30.