Króatía – Ísland
Bíó Paradís sýnir landsleik Króatíu og Íslands í beinni útsendingu þriðjudaginn 19. nóvember. Leikurinn hefst kl. 19:15, en um er að ræða seinni leikinn í umspili þjóðanna um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem haldið verður í Brasilíu næsta sumar. Ókeypis verður á sýninguna en hægt er að nálgast miða í miðasölu Bíó Paradísar, Hverfisgötu 54.