Stockholm
Strákur nálgast stúlku í partýi og upplifir hann þessu fyrstu kynni sem ást við fyrstu sýn. Hún efast um þessa hrifningu hans og hann reynir hvað hann getur að sannfæra hana. Strákurinn fylgir henni heim og eyða þau það sem eftir lifir nóttu gangandi um götur Madríd þar sem þau deila ógleymanlegum augnablikum saman. Strákurinn heillar stúlkuna og eyða þau nóttinni saman heima hjá honum. Myndin hlaut verðskuldaða athygli og verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Malaga þar sem hún var frumsýnd 2013, og hið virta tímarit Variety hefur lofað aðalleikonuna Aura Garrido sem rísandi stjörnu.