Salóme
Myndin fjallar um Salóme Herdísi Fannberg veflistakonu. Salóme hætti að búa til list til að geta sinnt lífinu. Núna er það listin sem heldur henni lifandi.
Myndin fjallar um Salóme Herdísi Fannberg veflistakonu. Salóme hætti að búa til list til að geta sinnt lífinu. Núna er það listin sem heldur henni lifandi.
Ensku fjölskyldumyndinni Fótboltadraumar e. Believe – a theatre of dreams, var geysivel tekið á Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni okkar í Bíó Paradís sem lauk fyrr á árinu. Myndin er sýnd með íslenskum texta.
Eftir óralanga bið, munu goðsagnir grínsins í Monty Python stíga á stokk í lifandi uppfærslu á sviði árið 2014. Þessir frægu grínleikarar sem samtals eru 358 ára gömul, John Cleese, Terry Gilliam, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin, munu stíga á stokk í lifandi leikhúsi þar sem þau setja á svið frægustu atriðin með nútímalegum og Pythonískum hætti.
Hluti af dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík í ár eru kvikmyndasýningar í Bíó Paradís. Sýndar verða tvær frábærar heimildamyndir, annars vegar Intersexion sem sýnd verður þriðjudaginn 5. ágúst kl. 21:00 og hins vegar Stonewall Uprising, sem sýnd verður sunnudaginn 10. ágúst kl. 18:00. Ókeypis aðgangur er á báðar sýningarnar og allir velkomnir.
Kvikmynd um hneykslismál aldarinnar Frakkland stóð á öndinni yfir dramatísku syndafalli Dominique Strauss-Kahn, þegar hann var ákærður fyrir að áreita hótelþernu í New York kynferðislega. Franska þjóðin saug í sig fréttaflutning af málinu, reif í sig bókina sem skrifuð var um það og fylgdist með málaferlunum í kjölfarið. Nú, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað, gefst heimsbyggðinni tækifæri til að sjá kvikmyndina um málið.
Hin töfrandi Odette er hvítur svanur á daginn og mennsk að nóttu til, en hún býður þess að finna sanna ást til þess að brjótast út úr tvískiptu hlutverki sínu. Hér er á ferðinni einn sá rómantískasti ballett allra tíma undir hljóðheimi Tchaikovsky og í uppfærslu hins stórbrotna Bolshoi ballets. Ekki missa af þessu meistaraverki ástar, drama og blekkinga.